Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Vincent Tan endurgreiðir 2700 stuðningsmönnum Cardiff
Mynd: Getty Images
Vincent Tan, eigandi Cardiff City, ákvað að endurgreiða stuðningsmönnum félagsins eftir að útileik liðsins gegn Derby County var frestað um helgina.

2700 Stuðningsmenn Cardiff fylgdu liðinu til Derby en hætt var við að spila leikinn vegna mikillar snjókomu sem skapaði hættu í kringum leikvanginn. Tan endurgreiddi þeim ekki aðeins miðann á leikinn heldur einnig fyrir ferðalagið.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sakaði Derby um að reyna að koma sér undan því að spila leikinn vegna meiðslavandræða. Stjórn deildarinnar vísaði ásökunum á bug og tók fram að Derby, sem er í umspilsbaráttunni, hafi gert allt í sínu valdi til að leikurinn færi fram.

Það er orðið nokkuð langt síðan Aron Einar Gunnarsson spilaði síðast fyrir Cardiff vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn er að ná sér aftur og ætti að vera klár í slaginn fyrir endasprettinn. Cardiff er í öðru sæti Championship deildarinnar og hársbreidd frá því að koma sér aftur upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner