Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 22. apríl 2013 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar í úrslit eftir sigur í Kórnum
Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið.
Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 Víkingur Ólafsvík
0-1 Steinar Már Ragnarsson ('16)
1-1 Árni Vilhjálmsson ('20)
2-1 Andri Rafn Yeoman ('79)

Blikar mættu Ólafsvíkingum í Kórnum í undanúrslitum Lengjubikarsins og hófu gestirnir leikinn mun betur.

Steinar Már Ragnarsson kom gestunum yfir eftir þunga sókn en Árna Vilhjálmssyni tókst að jafna skömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Nicholas Rohde.

Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir algjöra yfirburði Ólafsvíkinga, en Blikar gátu talið sig heppna að fara inn í búningsherbergi án þess að vera undir.

Leikurinn hélst í sama fari í síðari hálfleik en ekki tókst Ólafsvíkingum að brjóta varnarmúr Blika á bak aftur og var það Andri Rafn Yeoman sem kom Blikum yfir gegn gangi leiksins þegar ellefu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Jernej Leskovar gerðist þá sekur um mistök þar sem hann gaf boltann á Andra og gaf Blikum í raun sigurmarkið.

Blikar mæta annað hvort Val eða Stjörnunni í úrslitaleiknum en staðan er 2-0 í hálfleik þar sem liðin etja kappi í Egilshöll.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner