Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. apríl 2014 15:45
Magnús Már Einarsson
Fjölmiðlafulltrúi Bayern: Ekki séns að Guardiola fari til Man Utd
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var orðaður við Manchester United eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið eftir síðasta tímabil.

Guardiola tók síðastliðið sumar við FC Bayern og engar líkur eru á að hann taki við Manchester United núna eftir að David Moyes var rekinn.

Guardiola var með fréttamannafund í dag fyrir leik Bayern og Real Madrid annað kvöld en þar spurði blaðamaður hann út í möguleikann á að taka við Manchester United.

Fjölmiðlafulltrúi Guardiola greip inn í eftir spurninguna og svaraði: ,,Segið fólkinu á Englandi: Það er ekki séns!"
Athugasemdir
banner
banner
banner