Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. apríl 2014 08:40
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur FCN 
Ólafur Kristjánsson tekur við FC Nordsjælland (Staðfest)
Óli Kristjáns er  á leið í dönsku deildina.
Óli Kristjáns er á leið í dönsku deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildarfélagið FC Nordsjælland hefur staðfest á vef sínum að Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sé að taka við þjálfun liðsins frá og með næstu leiktíð. Guðmundur Benediktsson verður þjálfari Breiðabliks eftir að Ólafur hættir 1. júlí.

FC Nordsjælland tilkynnti um leið að Kasper Hjulmland sé að yfirgefa félagið eftir sex tímabil við stjórnvölinn en hann kom liðinu í Meistaradeild Evrópu eins og frægt er orðið. Þá aðstoðaði Ólafur við að njósna um andstæðinga liðsins í keppninni.

Á vef FC Nordsjælland segir Allan K Pedersen formaður félagsins að þeir hafi heillast af því sem Ólafur hefur gert hjá Breiðabliki þrátt fyrir lítil fjárráð og unnið deild og bikar undir stjórn liðsins.

,,Við höfum þekkst lengi og Ólafur var í njósnateymi okkar fyrir Meistaradeildarleikina árið 2012," sagði Pedersen. Haft er eftir Ólafi á sama stað að hann sé þjálfari sem vilji vinna leiki, spila boltanum og vinna að því að bæta einstaklinga innan liðsins. Hann vilji samt einbeita sér núna að því að ljúka starfi sínu með Breiðabliki þar sem hann hefur verið í átta ár og ætlar að setja alla sína orku í úrlistaleik Lengjubikarins gegn FH á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner