þri 22. apríl 2014 12:49
Daníel Freyr Jónsson
Stysta dvöl stjóra hjá United í 82 ár
David Moyes hefur næst hæsta sigurhlutfall allra stjóra United.
David Moyes hefur næst hæsta sigurhlutfall allra stjóra United.
Mynd: Getty Images
Skotinn David Moyes var í morgun rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra Manchester United eftir 10 erfiða mánuði í starfi.

Moyes tók við af samlanda sínum Sir Alex Ferguson sem stýrði United í 26 ár. Honum tókst einungis að standa á hliðarlínunni í 49 leikjum með United.

Fyrir utan tímabundna dvöl Sir Matt Busby leiktíðina 1970-71, þá er dvöl Moyes hjá United sú stysta af öllum þeim stjórum sem stýrt hafa liðinu undanfarin 82 ár.

Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl, en Walter Crickmer stýrði þá United í 43 leikjum. Crickmer snéri hinsvegar aftur til United síðar meir og var þá hjá liðinu í átta ár.

Moyes státar þó af þeim árangri að hafa næst hæsta sigurhlutfall allra stjóra í sögu United, eða 55,1%. Einungis Ferguson sjálfur náði betri árangri, en líkt og frægt er var stjóraferill hans hlaðinn titlum.
Athugasemdir
banner
banner