Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. apríl 2017 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: Tindastóll, Ægir, Víðir og ÍH áfram
Ragnar Þór Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Tindastól.
Ragnar Þór Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Tindastól.
Mynd: Tindastóll
Víðir vann Mídas.
Víðir vann Mídas.
Mynd: Víðir Garði
Úrslit eru komin úr nokkrum leikjum í Borgunarbikarnum. Fyrsta umferðin fer fram um helgina og lýkur á mánudag.

Nokkur lið eru búin að tryggja sig áfram, en við þann pakka voru að bætast ÍH, Ægir, Víðir og Tindastóll.

Tindastóll hafði betur gegn KF í níu marka leik. Tindastóll leikur í 2. deild í sumar og KF leikur í 3. deildinni. KF komst yfir í leiknum eftir eina mínútur, en Tindastóll vann að lokum 6-3. Ragnar Þór Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Tindastól í leiknum.

Víðir hefur verið að spila á undirbúningstímabilinu og þeir höfðu betur gegn Mídasi, 4-1. Víðir komst í 3-0 og vann að lokum 4-1.

Jonathan Hood skoraði tvö mörk fyrir Ægi sem lagði Ými eftir framlengdan leik og ÍH vann 3-1 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur.

SR 1 - 3 ÍH
0-1 Magnús Stefánsson ('38 )
0-2 Magnús Stefánsson ('44 )
1-2 Andri Jónsson ('67 )
1-3 Anton Ingi Leifsson ('84 )

Ægir 3 - 2 Ýmir - (Eftir framlengingu)
1-0 Jonathan Hood ('40 )
1-1 Oddur Hólm Haraldsson ('63 )
1-2 Daníel Arnar Magnússon ('65 )
2-2 Jonathan Hood ('85 )
3-2 Þorkell Þráinsson ('101 )

Víðir 4 - 1 Mídas
1-0 Aleksandar Stojkovic ('36 )
2-0 Sjálfsmark ('43 )
3-0 Sjálfsmark ('50 )
3-1 Sigurjón Björn Grétarsson ('84 )
4-1 Milan Tasic ('85 )

KF 3 - 6 Tindastóll
1-0 Örn Elí Gunnlaugsson ('1 )
1-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('13 )
2-1 Valur Reykjalín Þrastarson ('24 )
2-2 Jakob Auðun Sindrason ('30, sjálfsmark )
2-3 Bjarni Smári Gíslason ('35 )
2-4 Óskar Smári Haraldsson ('43 )
2-5 Ragnar Þór Gunnarsson ('50 )
2-6 Ragnar Þór Gunnarsson ('76 )
3-6 Grétar Áki Bergsson ('83 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner