Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 18:14
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enski bikarinn: Chelsea í úrslit eftir sex marka leik
Matic skoraði stórkostlegt mark!
Matic skoraði stórkostlegt mark!
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 2 Tottenham
1-0 Willian ('5 )
1-1 Harry Kane ('18 )
2-1 Willian ('43 , víti)
2-2 Dele Alli ('52 )
3-2 Eden Hazard ('75 )
4-2 Nemanja Matic ('80 )

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar Chelsea var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar 2017 eftir frábæran knattspyrnuleik gegn Tottenham á Wembley.

Willian kom Chelsea yfir með marki beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum.

Tottenham liðið svaraði fyrir sig á 18. mínútu þegar Harry Kane átti frábæran skalla framhjá Courtois í marki Chelsea, 1-1.

Chelsea náði síðan aftur forystunni undir lok fyrri hálfleiks, Willian skoraði þá mark úr vítaspyrnu eftir að Son hafði brotið á Moses.

Tottenham liðið jafnaði aftur á 52. mínútu, þá var á ferðinni Dele Alli eftir frábæra sendingu frá Eriksen.

Eden Hazard og Diego Costu komu inn sem varamenn í seinni hálfleik og Hazard afgreiddi boltann snyrtilega í markið þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum og staðan orðin 3-2 fyrir Chelsea.

Lokamark leiksins kemur svo sannarlega til greina sem mark ársins, Nemanja Matic átti skot fyrir utan teig og hamraði boltanum í slánna og inn!

Chelsea mætir Manchester City eða Arsenal í úrslitunum en þau lið eigast við í hiinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner