Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. apríl 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Liverpool er mjög áhugavert verkefni fyrir leikmenn
Klopp er byrjaður að ræða við leikmenn fyrir sumarið
Klopp ætlar að styrka liðið.
Klopp ætlar að styrka liðið.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið sé þegar farið að huga að mögulegum kaupum fyrir sumarið. Hann segir að Liverpool heilli meira fyrir nýja leikmenn en áður.

Góðar líkur eru á því að Liverpool verði í Meistaradeildinni á næsta tímabili og Klopp ætlar að bæta við sig sex leikmönnum, hið minnsta.

„Liverpool er á þessari stundu mjög áhugavert verkefni fyrir leikmenn," sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. Hann ræddi þá við blaðamenn fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace sem er á morgun.

„Þetta er ungt lið, frábært félag, og við erum í góðri stöðu þar sem við getum séð framfarirnar," sagði Klopp.

„Viðræðurnar sem við höfum átt hingað til hafa verið jákvæðar. Það þýðir ekki að allt muni ganga upp, en það sjá allir framfarirnar."
Athugasemdir
banner
banner