lau 22. apríl 2017 19:13
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pochettino: Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu í dag
Mynd: Getty Images
„Til hamingju Chelsea", var það fyrsta sem Mauricio Pochettino stjóri Tottenham sagði í viðtali við BBC eftir að Chelsea hafði tryggt sæti sitt í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Tottenham getur nú einbeitt sér af því að reyna að vinna upp forskot Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en Pochettino hefur að sjálfsögðu trú á því að sitt lið eigi en möguleika á því að vinna deildina.

„Nú er bara að horfa fram á veginn. Við erum fjórum stigum á eftir Chelsea og við munum reyna að vinna næsta leik. Ég hef ekki áhyggjur af liðinu, liðið er sterkt og við erum vel einbeittir".

„Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu í dag. Áttum við meira skilið í dag? Já, en svona er fótboltinn", sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner