Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. apríl 2017 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Tap hjá Kristianstad - Glódís spilaði í jafntefli
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.
Mynd: sydsvenskan-img.se
Það voru tvö Íslendingalið að keppa í sænska kvennaboltanum í dag. Tveimur leikjum var að ljúka núna fyrir stuttu.

Elísabet Gunnarsdóttir og hennar stelpur í Kristianstad þurftu að sætta sig við 1-0 tap gegn Örebro. Þetta var annað tap Kristianstad í jafnmörgum leikjum og tímabilið byrjar því ekki vel þar.

Sif Atladóttir lék í vörninni hjá Kristianstad, en eina mark leiksins kom eftir 20 mínútur. Það gerði Emma Jansson, 1-0 lokatölur.

Vittsjö og Eskilstuna gerðu svo 1-1 jafntefli, en í vörninni hjá Eskilstuna leikur landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var að venju í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn.

KIF Örebro 1 - 0 Kristianstad
1-0 Emma Jansson ('20 )

Vittsjö 1 - 1 Eskilstuna United
1-0 Ebba Hed ('17 )
1-1 Mimmi Larsson ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner