sun 22. apríl 2018 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: FH-sigur í Vestmannaeyjum
Atli Viðar skoraði annað mark FH.
Atli Viðar skoraði annað mark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 2 FH
0-1 Robbie Crawford
0-2 Atli Viðar Björnsson

FH heimsótti Vestmannaeyjar í dýrindis veðri og spilaði þar æfingaleik við heimamenn í ÍBV.

FH komst yfir eftir rétt rúman hálftíma með snyrtilegu marki frá Robbie Crawford eftir sendingu Steven Lennon. Þegar lítið var eftir bætti hinn 38 ára gamli Atli Viðar Björnsson við enn einu marki sínu á þessu undirbúningstímabilli eftir sendingu Zeiko Lewis.

Lokatölurnar í Eyjum 2-0 fyrir FH-inga.

FH heimsækir Grindavík í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni á meðan ÍBV fer í Kópavoginn og mætir Blikum. Báðir leikir eru 28. apríl.

Byrjunarlið ÍBV: Derby (m); Kiethly, Sigurður Arnar, Yvan Erichot, Austmann, Felix; Kaj Leó, Atli, Sindri, Alfreð Hjaltalín; Shabab.

Byrjunarlið FH: Gunnar (m); Viðar, Gummi Kristjáns, Pétur, Logi; Crawford, Davíð, Kiddi Steind; Lennon, Halldór Orri, Castillion.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner