sun 22. apríl 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Benni Bóas velur sitt lið
Lið Benna.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Benna. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Benni Bóas velur Baldur Sigurðsson í liðið.  Hér ræða þeir valið.
Benni Bóas velur Baldur Sigurðsson í liðið. Hér ræða þeir valið.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Patrick Pedersen er frammi hjá Benna.
Patrick Pedersen er frammi hjá Benna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einungis nokkrar dagar eru í að Pepsi-deildin hefjist. Draumaliðsdeild Eyjabita er opin og við hvetjum fólk til að skrá lið sitt til leiks í tæka tíð.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Liðið mitt heitir HSÞ-b eftir hinu goðsagnakennda fjórðu deildar liði norður í landi. Að sjálfsögðu er Haddi frændi þarna og sveitungi minn Baldur Sig í liðinu. Það var gefið enda með sterkar HSÞ-b rætur í sínu blóði," sagði Benni léttur í bragði.

Markvörður
Kristijan Jajalo - Grindavík
Grindjánar eru ekki að fá mikið af mörkum á sig og hann á eftir að vera flottur í sumar. Karakter sem bætir liðið.

Varnarmenn
Hallgrímur Jónasson - KA
Verður maður ekki að velja frænda sinn? Held það. Hann er líka góður svo hann sleppur inn.

Björn Berg Bryde - Grindavík
Heillast af honum í vetur og hann var kosinn besti leikmaður vetrarins af útvarpsþættinum Fótbolta.net. Kostaði lítið svo hann var auðvelt val. Ef hann lætur ekki vetrarvelgegni stíga sér til höfuðs verður hann einn af stjörnum sumarsins.

Bjarni Ólafur Eiríksson - Valur
Sérfræðingurinn í rauðvíni verður að vera með. Þarna eru gæði og ég hef bara því miður ekki enn séð betri vinstri löpp á landinu.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson - KR
Hef alltaf verið hrifinn af honum sem leikmanni. Skilar alltaf sínu og þó hann muni skíttapa í fyrstu umferð þá held ég að hann verði flottur í röndóttu í sumar.

Miðjumenn
Arnþór Ari - Breiðablik
Þetta er árið sem Arnþór Ari nýtir færin sín. Ofboðslega góður í að koma sér í þau en ofboðslega lélegur að nýta þau. En í sumar þá slær hann í gegn. Ég sel hann úr liðinu þegar hann verður keyptur til Noregs.

Willum Þór - Breiðablik
Kenndi honum allt sem hann kann. Eða svona næstum því. Þjálfaði hann að mig minnir í sjö mánuði þegar hann var að sex ára. En lengi býr að fyrstu gerð.

Ægir Jarl - Fjölnir
Það er eitthvað sem segir mér að Ægir verði fínn í sumar. Fái reglulega bónusstig og sigli undir stjörnuradarinn og verði ósunginn hetja fram að 16. umferð. Þá sjá menn hvurslags gæða leikmaður þarna er.

Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Dáðasti sonur Mývantssveitar. Það þýðir að menn séu í mínu liði.

Framherjar
Patrick Pedersen - Valur
Hvað kemur þessi gæi með að borðinu? Jú mörk. Og helling af þeim. Hef engar áhyggjur þarna.

Tobias Thomsen - Valur
Ef það kemur ekki mark hjá Patrick þá koma þau frá Tóbias. Litlar áhyggjur hér heldur. Trúlega munu mörkin þeirra skila mér sigri í þessari deild. Það er bara svoleiðis.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Lucas Arnold velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið
Hörður Björgvin velur sitt lið
Gunnar Jarl velur sitt lið

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner