sun 22. apríl 2018 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal gekk frá West Ham - Jafnt í Stoke
Lacazette skoraði tvennu.
Lacazette skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg komst nálægt því að tryggja Burnley sigurinn.
Jóhann Berg komst nálægt því að tryggja Burnley sigurinn.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir að klárast í ensku úrvalsdeildinni.

Arsene Wenger er að hætta eftir tímabilið eins og margoft hefur komið fram og leikmenn Arsenal ætla að sjá til þess að hann fái góðan endi. Arsenal fékk West Ham í heimsókn.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en undir lok hans fór Egyptinn Mohamed Elneny af velli meiddur. Það er stutt í HM og Egyptar mega ekki við því að missa hann. Þetta leit ekki vel út.


Fyrri hálfleikurinn var ekki sérstakur hjá leikmönnum Arsenal en þeir komu beittari inn í seinni hálfleikinn og skoraði Nacho Monreal fyrsta mark leiksins á 51. mínútu.

Marko Arnautovic jafnaði þó fyrir West Ham á 64. mínútu og staðan var jöfn alveg fram á 82. mínútu en þá skoraði Aaron Ramsey og kom Arsenal aftur yfir.

Alexandre Lacazette bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk og lokatölurnar 4-1 fyrir Arsenal.

Arsenal jók forskot sitt á Burnley
Flottur sigur hjá Arsenal sem heldur í sjötta sæti deildarinnar. Burnley er í því sjöunda en bilið er núna sjö stig þar sem Burnley gerði jafntefli gegn fallbaráttuliði Stoke.

Badou N'Diaye kom Stoke yfir en Ashley Barnes jafnaði fyrir Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley og hann komst nálægt því að tryggja Burnley sigurinn undir lokin en Jack Butland verði vel frá íslenska landsliðsmanninum.


Stoke er í 19. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Arsenal 4 - 1 West Ham
1-0 Nacho Monreal ('51 )
1-1 Marko Arnautovic ('64 )
2-1 Aaron Ramsey ('82 )
3-1 Alexandre Lacazette ('85 )
4-1 Alexandre Lacazette ('89 )

Stoke City 1 - 1 Burnley
1-0 Badou N'Diaye ('11 )
1-1 Ashley Barnes ('62 )

Leikur Manchester City og Swansea hefst 15:30
Athugasemdir
banner
banner