sun 22. apríl 2018 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Jói Berg byrjar, ekki Aubameyang
Aubameyang er á varamannabekknum hjá Arsenal.
Aubameyang er á varamannabekknum hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir að hefjast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12:30. Arsenal mætir West Ham í einum síðasta heimaleik Arsene Wenger með liðið og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fara í heimsókn til Stoke sem er í fallbaráttu.

Jóhann Berg er auðvitað í byrjunarliði Burnley enda hefur hann verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Burnley getur farið langt með að tryggja sæti sitt í topp sjö í ensku úrvalsdeildinni með sigri í dag en það eru góðar líkur á að sjöunda sætið verði að Evrópusæti.

Tapi Stoke í dag verður útlitið orðið afar dökkt og meiri líkur á því en ekki að liðið spili í Championship á næstu leiktíð.

Arsene Wenger tilkynnti það á dögunum að hann myndi hætta með Arsenal eftir tæp 22 ár við stjórnvölinn. Í dag stýrir hann einum af sínum síðustu heimaleikjum hjá félaginu en Arsenal er sem stendur í sjötta sæti, tveimur stigum á undan Burnley. West Ham er í 14. sæti.

Athygli vekur að Pierre Emerick Aubameyang byrjar á bekknum og þá er Mesut Özil veikur. Jak Wilshere er að glíma við ökklameiðsli og Petr Cech er einnig meiddur.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Xhaka, Elneny, Iwobi, Ramsey, Welbeck, Lacazette.
(Varamenn: Macey, Mertesacker, Holding, Chambers, Maitland-Niles, Nelson, Aubameyang)

Byrjunarlið West Ham: Hart, Zabaleta, Ogbonna, Rice, Cresswell, Kouyate, Fernandes, Noble, Masuaku, Mario, Arnautovic.
(Varamenn: Adrian, Evra, Cullen, Hugill, Lanzini, Carroll, Hernandez)

Byrjunarlið Stoke:



Byrjunarlið Burnley:


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner