Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. apríl 2018 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildarbikarnum stolið í Mexíkó
Jose Mourinho kyssir bikarinn.
Jose Mourinho kyssir bikarinn.
Mynd: Getty Images
Bikarinn sem Arsene Wenger vonast til að hampa undir lok tímabilsins var rænt í mexíkósku borginni Leon á föstudag. Hann fannst aftur fljótlega og er kominn í réttar hendur.

Auðvitað er umræddur bikar Evrópudeildarbikarinn.

UEFA er alltaf með bikarinn í sinni geymslu en félög sem vinna keppnina fá eftirlíkingu. En það var var hinn upprunalegi bikar sem komst í rangar hendur í Mexíkó.

Hann var til sýnis í Leon í Mexíkó á föstudag á viðburði þar. Bikarinn var tekinn eftir viðburðinn úr farartæki sem hann var í.

Bikarinn komst þó aftur í leitirnar og voru engar skemmdir á honum.

Framundan eru undanúrslit í Evrópudeildinni. Arsenal mætir Atletico Madrid og Salzburg og Marseille eigast við.
Athugasemdir
banner
banner