Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. apríl 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félag í eigu '92 árgangsins upp um þrjár deildir á fjórum árum
Eigendurnir. Á myndina vantar Gary Neville.
Eigendurnir. Á myndina vantar Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Salford City, í eigu fimm af fyrrum leikmönnum Manchester United, er komið einu skrefi nær fjórum bestu deildum Englands. Liðið vann sér í gær sæti í efstu utandeildinni og þar með er félagið búið að komast upp um þrjár deildir á fjórum árum.

Félagið er í eigu Gary Neville, Phil Neville, Nicky Butt, Paul Scholes og Ryan Giggs en þeir voru allir hluti af hinum mjög svo fræga '92 árgangi hjá Manchester United.

Salford tapaði 2-1 í gær gegn Boston United en á sama tíma tapaði Harrogate, sem er í öðru sæti, gegn Bradford Park Avenue og það þýðir að Salford er meistari í National League North. Það þýðir að félagið mun spila í National League, fimmtu efstu deild Englands, á næsta tímabili sem er frábær árangur.

'92 árgangurinn keypti Salford í mars 2014 og hefur félagið verið á stöðugri uppleið síðan þá.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um þetta ævintýri þá er hægt að finna heimildarmyndina "Class of '92: Out of Their League" á Netflix.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner