sun 22. apríl 2018 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hughes ósáttur: Caballero missti bara boltann
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Southampton, er svekktur eftir 2-0 tap gegn Chelsea í undanúrslitum bikarsins. Hann er sérstaklega svekktur með mark sem var dæmt af Southampton í stöðunni 1-0.

Charlie Austin skoraði en Martin Atkinson dæmdi svo að hann hefði brotið á markverðinum Willy Caballero.

„Markvörðurinn Caballero gerði mistök, hann missti bara boltann. Þetta var atvik sem hefði átt að skoða með VAR. Ég veit ekki hvernig þeir tóku þessa ákvörðun svona fljótt. Charlie Austin var ekki brotlegur þarna," sagði Hughes.

Hughes hefði líka viljað fá dæmda vítaspyrnu á Olivier Giroud nokkru síðar. Hann segir að það hafi bara vantað heppnina í dag.

Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að um brot hafi verið að ræða á Caballero en Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea, var ósammála og segir að þetta hafi ekki verið brot.

En Chelsea er komið í úrslit og þannig er það.
Athugasemdir
banner