Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. apríl 2018 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kennir öðrum stjórum um orðsporið sem Zaha hefur á sér
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson hefur stökkið Wilfried Zaha til varnar eftir að leikmaðurinn fékk gult spjald fyrir leikaraskap gegn Watford í gær.

Leikurinn endaði 0-0 en það sem stóð upp úr var þegar Zaha féll í vítateignum í byrjun seinni hálfleiks.

Zaha fékk ekki vítaspyrnu. Þess í stað var hann spjaldaður fyrir leikaraskap. Zaha er með orðspor á sér fyrir að detta heldur auðveldlega og stjóri hans, Roy Hodgson, telur að það hjálpi honum svo sannarlega ekki í þessari stöðu.

„Orðspor getur verið hættulegt. Hver gefur honum þetta orðspor? Ég held að aðrir knattspyrnustjórar segi stundum frá sínu sjónarhorni á einhverju sem hefur gerst og út frá því er Zaha leikmaður sem dýfir sér í teignum, og því meira sem skrifað og rætt er um þetta, því meira kemur þetta niður á orðspori hans," segir Hodgson.

Hodgson segir að Zaha sé ekki svindlari, langt frá því.

„Hann reynir stundum ef eitthvað er of mikið að halda sér uppi vegna þess að hann langar svo mikið að skora. Stundum missir hann jafnvægið vegna hraðans sem hann hefur."

„Mér finnst hann fá mjög ósanngjarna meðferð."

Zaha féll tvisvar í teignum í gær en í fyrra skiptið segir Hodgson að hann hafi bara misst jafnvægði. Í seinna skiptið vildi Hodgson fá vítaspyrnu, en þá fékk Zaha gult spjald.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner