Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 22. apríl 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján G: Spurning hvort Valsarar svitni í fyrri
Fleiri útlendingar á leiðinni
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fékk FH í heimsókn í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið og höfðu Hafnfirðingar betur með tveimur mörkum gegn engu.

„Þetta var fínn leikur hjá báðum liðum, það var smá deildarfílingur í þessu," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna eftir tapið.

Kristján segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir tap og er ánægður með frammistöðu sinna manna þegar tók að líða á leikinn.

„Við erum mjög ánægðir með hvernig apríl hefur spilast hjá okkur, æfingaferðin kom vel út. Þetta er öðruvísi undirbúningstímabil heldur en í fyrra þegar við náðum ekki að spila neina leiki. Við þökkum FH-ingum fyrir að hafa komið hingað."

Kristján segist mjög spenntur fyrir komandi sumri enda sjaldan verið jafn mikil spenna og eftirvænting fyrir tímabil í Pepsi-deildinni.

„Þetta gæti orðið jafnari deild og ég held þetta sé bara áframhaldandi styrkleiki í íslenskum fótbolta. Liðin sem er búið að vera að tala niður fyrir sumarið líta ágætlega út og við verðum bara að sjá hvað verður.

„Það er alltaf erfitt að eiga við toppliðin en eins og við sáum núna þá gerðum við marga góða hluti og fengum fullt af opnum og góðum færum."


Kristján telur ríkjandi Íslandsmeistara Vals vera líklegasta til að hampa titlinum í sumar.

„Þeir gera tilkall til þess. Þeir tapa varla leik núna og það er spurning hvort þeir svitni í fyrri hálfleik í leikjunum sínum."

Kristján segir að fleiri útlendingar séu á leið til Vestmannaeyja, enda sé liðið í útlendingakeppni við FH. FH er með níu útlendinga í sínu liði en ÍBV átta.

„Við munum bæta við í þessari viku, það er alveg á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner