Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. apríl 2018 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stemningin í Napólí er ótrúleg
Mynd: Getty Images
Napoli vann sögulegan sigur á Juventus fyrr í kvöld og er stemningin í borginni ólýsanleg.

Kalidou Koulibaly gerði sigurmarkið á 90. mínútu og galopnaði þannig titilbaráttuna.

Þetta gæti orðið fyrsti Ítalíumeistaratitill Napoli síðan 1990. Napólí borg þar sem knattspyrna er meira en lífsstíll.

Líkurnar eru með Napoli þar sem Juve leiðir með aðeins einu stigi en á talsvert erfiðari útileiki framundan, gegn liðum sem vilja stöðva Ítalíumeistarana margföldu af öllum lífs- og sálarkröftum.

Juve heimsækir Inter næsta laugardag og á svo heimaleik við Bologna laugardaginn þar á eftir. Sunnudaginn 13. maí er útileikur gegn Roma og svo er heimaleikur gegn Verona í lokaumferðinni.

Napoli heimsækir Fiorentina næsta sunnudag og fær Torino í heimsókn helgina þar á eftir. Svo er útileikur gegn Sampdoria í næstsíðustu umferð og heimaleikur gegn Crotone í síðustu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af stemningunni í Napólí.


Athugasemdir
banner
banner
banner