Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 22. apríl 2018 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Kristjáns: Tekur tíma að fá púslin á réttan stað
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið og uppskar tveggja marka sigur.

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var ánægður með skemmtilegan leik á góðum velli.

„Það var ekki verið að leggjast í skotgrafir allan leikinn og gott að komast á gras. Gott gras, höfðingjalegar móttökur og sprækt Eyjalið sem ógnaði með hraða sínum og krafti. Við fengum virkilega góðan leik út úr þessu," sagði Óli að leikslokum.

„Það er að ástæðulausu að vera að trufla dómarann eitthvað. Hann sinnti starfi sínu eftir bestu getu og vitund og skapaði bara fínan og fjörugan leik. Það eru alltaf skoðanir á dómgæslu hér í Eyjum."

Hinn 38 ára gamli Atli Viðar Björnsson skoraði annað mark FH í leiknum býst Óli við að nota hann sem ofurvaramann í sumar. Atli átti ekki sérstakt tímabil síðasta sumar en er markahæsti maður FH á undirbúningstímabilinu.

FH var spáð öðru sæti í árlegri spá Fótbolta.net og er Óli ekki hissa.

„Ég held að það sé alveg eðlileg spá, FH hefur verið ofarlega undanfarin ár og mikið lagt í umgjörð og aðbúnað. Við erum með öflugan hóp þannig það er ekki óeðlilegt að menn haldi áfram að sjá FH á toppnum.

„Eins og þið vitið þá hafa verið breytingar. Ég og við sem stöndum með liðinu vitum að það tekur tíma að fá öll púslin til að falla á réttan stað en það er mjög eðlilegt að gera þessar kröfur."

Athugasemdir
banner
banner
banner