banner
   sun 22. apríl 2018 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Salah leikmaður ársins
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var í kvöld kjörinn leikmaður ársins af kollegum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í annað sinn sem afrískur leikmaður hlýtur nafnbótina eftir Riyad Mahrez 2015-16. Þá er þetta í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool er kjörinn síðan Luis Suarez var bestur 2013-14.

Salah þarf ekki að kynna fyrir lesendum enda kom hann inn í enska boltann sem stormsveipur og er markahæsti maður tímabilsins, með 31 mark og 9 stoðsendingar spilandi úti á kanti.

Salah er vel að verðlaununum kominn og kom í raun enginn annar leikmaður til greina eftir þetta ótrúlega tímabil Egyptans.

Kevin De Bruyne, David Silva, Leroy Sane, David De Gea og Harry Kane skipa sex efstu sætin.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner