Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. apríl 2018 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez þakkaði Wenger með smáskilaboðum
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, hefur greint frá því að hann hafi þakkað sínum fyrrum knattspyrnustjóra, Arsene Wenger, í gegnum smáskilaboð.

Wenger er að hætta með Arsenal eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá félaginu í tæp 22 ár.

Wenger fékk Sanchez frá Barcelona árið 2014 og varð Sílemaðurinn undir stjórn Wenger einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann fór til Man Utd í janúar.

Sanchez hefur ekki birt neitt á samfélagsmiðlum um Wenger eins og margir aðrir en hann segir að hann hafi þakkað honum á annan máta.

„Ég sendi honum skilaboð og óskaði honum þess besta í framtíðinni," sagði Sanchez eftir 2-1 sigur Man Utd á Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins í gær.

„Ég sendi honum skilaboð og hann þakkaði mér fyrir. Þetta er sorglegt vegna þess að hann er fótboltagoðsögn, ég hef alltaf sagt að hann sé heiðursmaður og meistari þegar kemur að fótbolta. Hann kenndi mér mikið um virðingu. Ég get bara talað vel um hann."

„Ég er mjög þakklátur honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner