sun 22. apríl 2018 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sane besti ungi leikmaður tímabilsins
Mynd: Getty Images
Þýski kantmaðurinn Leroy Sane var kjörinn besti ungi leikmaður tímabilsins í enska boltanum eftir að hafa verið lykilmaður hjá Manchester City undir stjórn Pep Guardiola.

Sane kom til City fyrir tveimur árum og var gulltryggði byrjunarliðssæti sitt í liðinu á þessu tímabili.

Langflestir bakverðir deildarinnar eru hræddir við Sane eftir tímabilið enda erfitt að halda í við hraðann og snerpuna í bland við tæknina sem hann býr yfir.

Sane lék á kantinum hjá City. Hann er búinn að skora níu mörk og leggja tólf upp á tímabilinu. Hann er fyrsti leikmaður City til að vera kjörinn bestur af kollegum sínum í sögu úrvalsdeildarinnar.

Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, og Raheem Sterling, samherji Sane, voru í öðru og þriðja sæti.













Athugasemdir
banner
banner