Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. apríl 2018 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu sigurmark Arons sem er óstöðvandi gegn Nott. Forest
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliði þjóðarinnar Aron Einar Gunnarsson var hetja Cardiff í ensku B-deildinni í gærkvöldi.

Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Notthingam Forest.

Sigurmark Arons Einar kom eftir aukaspyrnu á 74. mínútu en það gæti reynst gífurlega mikilvægt. Cardiff er í öðru sæti með einu stigi meira en Fulham og á leik til góða.

Aron Einar elskar að spila gegn Nottingham Forest, það er greinilega eitthvað við það sem kemur honum í markagírinn. Hann hefur skorað í síðustu fjórum leikjum sem hann hefur spilað í gegn Forest, sem er það lið sem hann hefur skorað flest mörk gegn á ferlinum.

Hér að neðan er myndband af marki hans í gærkvöldi.









Athugasemdir
banner
banner
banner