Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2015 17:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Blikar.is 
Ellert Hreins með nýjan samning við Breiðablik
Ellert í leik með Blikum á Valsvelli.
Ellert í leik með Blikum á Valsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Breiðablik en frá þessu er greint á vefsíðunni blikar.is.

Ellert sem verður 29 ára á þessu ári lék sinn lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2003 og hefur í allt spilað 134 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 36 mörk. Ellert á að 73 leiki með Stjörnunni og 11 leiki með Víking Ólafsvík.

„Ellert er geysilega öflugur framherji og flestir knattspyrnuspekingar telja að Ellert eigi enn eftir að raða inn mörkum í sumar enda hefur Ellert sjaldan verið í eins góðu formi eins og núna," segir á blikar.is en að loknum fjórum umferðum hefur Ellert ekki náð að opna markareikning sinn.

„Það þarf vart að taka fram hve þessi áfangi er mikilvægur fyrir Blikaliðið enda Ellert geysilega öflugur framherji sem gefur alltaf 100% í alla leiki. Blikar.is fagnar þessum tíðindum og vonar að þetta verði upphafið að nýjum bikarkafla í sögu Blikaliðsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner