Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. maí 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Hodgson ber fullt traust til Sterling
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist bera fullt traust til vængmannsins Raheem Sterling þrátt fyrir ólgusama daga.

Sterling stendur í stappi við Liverpool og ætlar sér að fara frá félaginu. Hefur hann ákveðið að framlengja ekki samning sinn og uppskorið mikla gagnrýni fyrir.

Ég treysti honum skilyrðislaust," sagði Hodgson á blaðamannafundi í gær, en Sterling var valinn í landsliðshópinn fyrir leik Englendinga

Hann er mikilvægur leikmaður fyrir England fram á við. Ég verð mjög svekktur ef hann heldur ekki áfram á sömu braut og verður enn betri þegar hann verður eldri."

Ég hef samt áhyggjur af þessum yngri leikmönnum. Þeir verða stórstjörnur svo snemma. Tímabilið frá því að vera efnilegur yfir í að vera stjarna er mjög stutt í dag. Við megum ekki gleyma að við erum að eiga við mjög unga einstaklinga."
Athugasemdir
banner
banner
banner