Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Íslenskur Liverpool aðdáandi varð að fá Man Utd tattú
Atli Már fær tattúið.
Atli Már fær tattúið.
Mynd: Aðsend
Atli Már Ólafsson, stuðningsmaður Liverpool, þurfti í vikunni að standa við stór orð og fá sér tattú með merki Manchester United eftir að hafa tapað veðmáli.

Atli Már fór í veðmál fyrir tímabilið við vin sinn Magnús Áskelsson sem styður erkifjendur Liverpool í Manchester United.

„Veðmálið hljómaði upp á kassa af bjór fyrir innbyrðis báðar viðureigninar, kassa af bjór fyrir half table stöðu, kassi af bjór fyrir full table stöðu," sagði Magnús við Fótbolta.net.

„Ef annar aðilinn myndi vinna alla liðina yrði hinn að fá sér tattú með merki andstæðingsins."

„Viti menn! Manchester United vann báða leikina, var fyrir ofan um áramótin og endaði seasonið fyrir ofan Liverpool."


Hér má sjá fleiri myndir af því þegar Atli fékk tattúið í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner