Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Schweinsteiger til Man Utd?
Powerade
Bastian Schweinsteiger á leið til Man Utd?
Bastian Schweinsteiger á leið til Man Utd?
Mynd: Getty Images
Lucas gæti verið á förum frá Liverpool.
Lucas gæti verið á förum frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru áfram í stuði líkt og undanfarna daga. Nóg af slúðri!



Barcelona ætlar að bjóða 50 milljónir punda í Aaron Ramsey miðjumann Arsenal í sumar. (Sun)

Manchester United er tilbúið að bjóða í Bastian Schweinsteiger miðjumann FC Bayern. (Telegraph)

Inter er að ná samningum við Yaya Toure en félagið hefur hins vegar ekki náð samkomulagi við Manchester City um kaupverð. (Times)

Juventus er að íhuga 25 milljóna punda tilboð í Erik Lamela leikmann Tottenham. (Daily Mail)

Liverpool er tilbúið að hlusta á tilboð í Lucas Leiva en hann hefur verið orðaður við Inter. James Milner er á leið til Liverpool frá Manchester City en hann verður samningslaus í sumar. (Daily Mirror)

Emmanuel Adebayor gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham en hann hefur fengið leyfi frá félaginu til að sinna fjölskyldu málum. (The Times)

Dani Alves mun fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa ekki náð að gera nýjan samning við félagið. (Sport)

Steve McClaren, stjóri Derby, verður rekinn á næstunni en Paul Clement aðstoðarþjálfari Real Madrid mun taka stöðu hans. (Telegraph)

Newcastle ætlar að reyna að fá McClaren sem stjóra. (Independent)

Slaven Bilic mun hætta sem þjálfari Besiktas eftir tímabilið en það eykur líkurnar á að hann taki við West Ham. (Guardian)

Sunderland hefur boðið Dick Advocaat að halda áfram með liðið. (Daily Mirror)
Hollendingurinn ætlar að hafna boði Sunderland þar sem fjölskylda hans er í Hollandi. (Independent)

Sunderland ætlar að bjóða fimm milljónir punda í Nir Biton miðjumann Celtic. (Daily Record)

Leikmenn West Ham fengu fimm daga frí fyrir leikinn gegn Newcastle í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. (The Times)

Manchester United er tilbúið að leyfa Jonny Evans að fara í sumar. Tottenham og Everton ætla að berjast um leikmanninn. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner