Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. maí 2015 19:30
Stefán Haukur
Stoichkov: Körfuboltalið Real Madrid áhugaverðara en fótboltaliðið
Stoichkov skoraði 84 mörk fyrir Barca á sínum tíma
Stoichkov skoraði 84 mörk fyrir Barca á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Búlgarska goðsögnin Hristo Stoichkov, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur skotið föstum skotum í átt að Real Madrid og segir að það sé skömmustulegt fyrir liðið að hafa bara unnið einn La Liga titil á síðustu sjö árum.

Madrid vann meistaradeildina á síðasta tímabili en þeir enda bikarlausir eftir þetta tímabil þar sem Barcelona hefur þú þegar tryggt sér La Liga titilinn.
Stoichkov segir að klúbburinn einbeiti sér meira að körfuboltaliðinu en fótboltaliðinu.

„Það er skömmustulegt að hafa ekki unnið La Liga titil í sjö ár fyrir svona stórt félag,'' sagði Stoichkov í viðtali við Goal.com

„Meira að segja körfuboltaliðið er orðið meira áhugavert en fótboltaliðið!'' bætti hann við en þess má til gamans geta að köruboltaliðið vann úrslitin í EuroLeague síðasta sunnudag sem er nokkur skonar körfuboltaútgáfa af Meistaradeildinni í knattspyrnu.

Real Madrid klárar tímabilið á laugardaginn þegar þeir bjóða Getafe í heimsókn og er búist við að Carlos Ancelotti verði rekinn eftir þann leik og er Rafa Benitez talinn líklegur til að taka við af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner