Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam verður á Spáni þegar framtíð hans skýrist
Sammi vill komast í sólina.
Sammi vill komast í sólina.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Ham, verður í sólinni á Spáni þegar framtíð hans hjá félaginu ræðst á mánudaginn.

Hinn sextugi Allardyce mun líklega fá sparkið á mánudaginn en West Ham mætir Newcastle í lokaumferðinni á sunnudag.

„Ég fer ekki á fundinn á mánudag en umboðsmaðurinn mun mæta og ræða við eigendurnar," sagði Stóri Sam í dag.

„Af því að tímabilið klárast seint þá ætla ég að nýta tækifærið og fara til Spánar með barnabörnum mínum. Þetta kemur í ljós."

„Ég er vongóður um að þetta verði ekki síðasti leikur minn en við verðum að bíða og sjá. Þetta leysist allt í næstu viku en við verðum að bíða og sjá. Þetta kemur í ljós á mánudag á einn eða annan hátt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner