Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. maí 2015 15:25
Magnús Már Einarsson
Van Gaal gæti fellt Hull: Ætla að spila með mitt sterkasta lið
Gefur ekkert eftir.
Gefur ekkert eftir.
Mynd: EPA
Louis Van Gaal, stjóri Manchester United segist ekki ætla að gefa neitt eftir gegn Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Steve Bruce og lærisveinar hans í Hull þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

„Ég veit að hann (Bruce) er uppalinn hjá Manchester United en við verðum að vera sanngjarnir gagnvart Newcastle. Við tókum sex stig af Newcastle og við verðum að taka sex af Hull," sagði Van Gaal.

„Við nálgumst verkefnið á sama hátt og vanalega. Við þurfum að gera okkar allra besta. Við þurfum að gera það til að vera heiðarlegir í deildinni. Ég verð að spila á mínu sterkasta liði."

Wayne Rooney mun snúa aftur í lið Manchester United eftir meiðsli en David De Gea er tæpur eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Arsenal.

„De Gea æfði í dag en einungis með markvarðaþjálfara okkar. Hann er ennþá smá meiddur og ég vil bíða degi lengur með hann því að ég vil að hann spili gegn Hull City."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner