Breiðablik vann mikilvægan sigur gegn KR í kvöld. Eftir svekkjandi tap gegn Þrótti í síðustu umferð komu Blikar til baka og unnu sigur.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 KR
„Nú eru búnar fimm umferðir. Í þeim leikjum sem við höfum ekki fengið stig finnst mér við mest hafa átt skilið að fá stig. Í dag horfir maður ekki á þessa hluti. Öll stig eru velkomin," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
„Ég held að þetta hafi ekki verið óverðskuldað. Við vissum fyrirfram að þetta yrði barningur og læti. Völlurinn býður ekki upp á mikið. Ég er gríðarlega feginn að vera kominn með stigin."
Davíð Kristján Ólafsson spilaði í bakverðinum í dag. Hann er að upplagi kantmaður en lék mjög vel sem vinstri bakvörður og lagði upp eina mark leiksins.
„Frábær móttaka og frábær kross. Davíð Kristján kom gríðarlega sterkur inn og ég er mjög ánægður með það. Hvernig hann kom inn í hlutverkið, gríðarlega grimmur. Mér fannst hann vera yfir gegn Óskari allan tímann."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir