„Þetta er virkilega geggjað," sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á ÍA í kvöld.
Andri Rúnar var í stuði upp á Skaga og setti þrennu.
Andri Rúnar var í stuði upp á Skaga og setti þrennu.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Grindavík
„Ég átti fínan dag í dag, ég hefði reyndar getað skorað tvö í viðbót, en ég verð að sætta mig við hin þrjú," sagði Andri léttur.
Grindavík hefur farið mjög vel af stað í Pepsi-deildinni. Þeir eru nýliðar, en eru samt í fjórða sæti eftir sterka byrjun.
„Við vitum alveg hvað við getum, við höfum haft trú á því frá því í haust og frá því í fyrra. Við erum mættir til að spila fótbolta og við ætlum að sýna að við eigum heima í þessari deild."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir