Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. maí 2017 20:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Fyrsti sigurinn mikilvægur
Leikmaður 3. umferðar - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Andri Fannar Freysson.
Andri Fannar Freysson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Andri Fannar Freysson skoraði tvö mörk fyrir Njarðvík þegar liðið vann 3-1 útisigur gegn Tindastóli í 3. umferð 2. deildar á laugardag. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Leikurinn á móti Tindastóli var spilaður við topp aðstæður á Króknum. Grasið er frábært, mögulega það besta á landinu, nánast logn og glampandi sól. Leikurinn var kaflaskiptur. Í fyrri hálfleik vorum við mun betri og komumst fljótlega í 1-0. Þeir komu hinsvegar mun sterkari en við til baka í seinni hálfleik og skoruðu gott mark. Eftir því sem á leið unnum við okkur aftur inn í leikinn og síðustu tíu mínúturnar fengum við síðan nokkur færi til þess að skora. Á 89. mínútum náðum við loksins að setja gott mark og enduðum síðan á því að klára leikinn með marki á 92. mínútu," segir Andri um leikinn.

Njarðvík hafði gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum.

„Fyrsti sigurinn er alltaf mikilvægur við erum enn þá taplausir með tvö jafntefli og einn sigur. Það er alltaf viss léttir að vera komnir með sigurleik núna, stefnum við bara á að fjölga þeim."

„Ég held að deildin fari nokkuð vel af stað. Það er búið að skora mikið af mörkum í fyrstu umferðunum og flestir leikir með tveimur eða fleiri mörkum skoruðum. Það bendir kannski til þess að menn eru ekki alveg búnir að stilla saman strengi allsstaðar og eftir því sem líður á mót verða liðin sterkari. Ekkert lið hefur unnið alla þrjá leikina sem búnir eru svo ég býst við að það verði mörg lið sem munu vera berjast um efstu sætin," segir Andri.

Njarðvík heimsækir Fjarðabyggð næsta laugardag en Fjarðabyggð er á botni deildarinnar með eitt stig.

„Það er spennandi verkefni sem við munum koma klárir í. Fjarðabyggð er með flott lið en hefur ekki gengið of vel í fyrstu leikjunum svo ég býst við því að þeir komi vel peppaðir í leikinn á móti okkur. Við erum hinsvegar með flottan hóp og góða þjálfara og mætum tilbúnir í hörkuleik."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner