Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Leið illa að mæta á æfingar
Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Víðir í leik með Þrótti.
Víðir í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru mjög mikilvæg stig. Markmið okkar er að fara upp og þá þurfum við að klára flesta leiki. Það er gott að geta gert það," segir Víðir Þorvarðarson, leikmaður 3. umferðar í Inkasso-deildinn.

Víðir skoraði og átti góðan dag þegar Þróttur R. lagði Þór 2-1 á laugardaginn. Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik en Þróttarar náðu að snúa taflinu við.

„Ég hafði alltaf trú á þessu. Mér fannst við vera betra lið og við ættum töluvert inni. Mér finnst líka eiga töluvert inni ennþá. Á heimavelli eigum við að vinna öll lið. Það var erfitt að fá á sig mark seint í fyrri hálfleiknum en mér fannst við alltaf vera inni í þessu."

Víðir jafnaði í upphafi síðari hálfleiks með skoti fyrir utan vítateig.

„Maður hefur gert þetta einhverntímann áður. 'Kötta' inn á hægri og setja hann við fjærstöngina. Þegar maður hittir hann svona þá er það góð tilfinning. Maður veit nákvæmlega hvert boltinn er að fara. Hann endaði í fjærhorninu og þetta var helvíti fínt," sagði Víðir léttur.

Víðir ákvað í vor að fara frá Fylki eftir að hafa verið eitt og hálft ár í Árbænum. Víðir féll með Fylki úr Pepsi-deildinni í fyrra.

„Ég spilaði ekkert svakalega mikið en það gekk ágætlega þegar ég spilaði. Ég var næst markahæstur og með flestar stoðsendingar í deild og bikar. Strákarnir eru allir flottir í Fylki og mér finnst Fylkir vera flott félag."

„Það sat samt eitthvað í mér eftir síðasta sumar og það ágerðist yfir veturinn. Þetta var orðið þannig að mér leið ekki vel að mæta á æfingar. Það var einhver fílíngur sem mér leist ekki á og mér fannst ég þurfa eitthvað nýtt. Þá var fullkomið að kíkja á hvað væri í boði og það var frábært að komast að hjá Þrótti."


Fleiri félög voru inni í myndinni hjá Víði í vor en hann ákvað að semja við Þrótt.

„Það var mjög stutt í mót þegar ég ákvað þetta. Ég gat farið í félög þar sem ég yrði ekki álitinn strax byrjunarliðsmaður og stór partur af liðinu. Ég hefði kannski þurft að fara í hark í Pepsi-deildinni. Gregg (Ryder, þjálfari Þróttar) hafði fljótt samband við mig. Ég þekkti hann frá fyrri tíð og hann var mjög spenntur að fá mig. Mér leist mjög vel á það og ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá mér," sagði Víðir.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner