Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. maí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gullit hraunar yfir Pogba - „Hefur ekki gert neitt"
Pogba kom til Man Utd síðasta sumar.
Pogba kom til Man Utd síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur ekki gert neitt síðan hann kom aftur til Manchester United síðasta sumar, þetta segir hollenska goðsögnin Ruud Gullit.

Pogba var keyptur fyrir metfé síðasta sumar með það að markmiði að hjálpa Man Utd að komast aftur á toppinn.

Hann hefur hjálpað liðinu að vinna deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn, en frammistaða hans hefur valdið ákveðnum vonbrigðum; það var búist við meiru.

Framundan er úrslitaleikur gegn Ajax í Evrópudeildinni og Gullit telur að leikmenn Ajax þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af Pogba.

„Pogba hefur ekki gert neitt síðan hann kom aftur til Englands. Ég veit ekki hvort Ajax þarf að hafa áhyggjur af honum núna," sagði Gullit, sem er í augnablikinu aðstoðarlandsliðsþjálfari Hollands.

Leikur Man Utd og Ajax er á miðvikudaginn í Stokkhólmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner