mán 22. maí 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Joel Pereira: Ég ætla að verða aðalmarkvörður Man Utd
Pereira með Paul Pogba.
Pereira með Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Joel Pereira hefur sett sér það markmið að verða aðalmarkvörður Manchester United. Þessi tvítugi markmaður lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Crystal Palace um helgina.

Pereira hélt markinu hreinu í 2-0 sigri gegn Crystal Palace.

„Augljóslega þarf ég að sýna þolinmæði. Ég er ungur markvörður hjá einu stærsta félagi heims. En ég er með það markmið að verða aðalmarkvörður United og vonandi mun ég ná þangað með því að leggja mikið á mig," segir Pereira.

„Ég er ánægður hérna. Ég vil vera hluti af liðinu. Framundan er úrslitaleikur Evrópudeildarinnar og svo fer ég á EM U21-landsliða. Þegar ég kem aftur til félagsins mun ég gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar."

Fyrr á tímabilinu var Pereira lánaður til Belenenses í heimalandinu.

„Lánið hjálpaði mér mikið. Það gaf mér reynslu og spiltíma. Þegar ég kom til baka úr láninu var ég með meira sjálfstraust og meira í reynslubankanum," segir Pereira.

Framtíð David de Gea er í óvissu og spurning hvort Pereira gæti farið í stærra hlutverk á næsta tímabili. Jose Mourinho hefur allavega mikla trú á markverðinum unga og hefur hrósað honum í viðtölum.
Athugasemdir
banner
banner
banner