banner
   mán 22. maí 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Kane skýtur á þá sem höfðu ekki trú á honum
Harry Kane átti magnað tímabil.
Harry Kane átti magnað tímabil.
Mynd: Getty Images
Harry Kane varð í gær markakóngur í ensku úrvalsdeildinni annað tímabilið í röð.

Kane skoraði þrennu gegn Hull í lokaumferðinni í gær eftir að hafa skorað fernu gegn Leicester í næstsíðasta leik tímabilsins. Hann endaði því með 29 mörk í 30 leikjum á tímabilinu!

Á síðasta tímabili skoraði Kane 25 mörk þegar hann varð markakóngur.

Hinn 23 ára gamli Kane skaust af alvöru fram á sjónarsviðið tímabilið 2014/2015 þegar hann skoraði 21 mark en margir töluðu þá um að hann væri „one season wonder" eða leikmaður sem ætti eitt draumatímabil.

Kane birti í dag skemmtilega færslu á Twitter þar sem hann minnti á þessi ummæli sem margir létu hafa eftir sér árið 2015. Kane hlær af þeim í dag enda kominn með tvo gullskó í röð í ensku úrvalsdeildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner