Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 12:37
Magnús Már Einarsson
Króatíski hópurinn gegn Íslandi - Lovren valinn á ný
Dejan Lovren snýr aftur í hópinn.
Dejan Lovren snýr aftur í hópinn.
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic og Luka Modric eru báðir á leið til Íslands.
Mario Mandzukic og Luka Modric eru báðir á leið til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króata, tilkynnti í dag 23 manna hópinn sem kemur til Íslands fyrir stórleikinn í undankeppni HM þann 11. júní næstkomandi.

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, snýr aftur í hópinn í fyrsta skipti síðan í október í fyrra.

Samband Lovren og Cacic hefur ekki verið gott en rifrildi þeirra á milli varð til þess að Lovren var ekki í hóp hjá Króötum í lokakeppni EM í fyrrasumar.

Í nóvember í fyrra bað Lovren síðan um að vera ekki valinn í hópinn þegar Króatar mættu Íslandi í Zagreb. Hann verður hins vegar í hópnum í leiknum í næsta mánuði.

Ekkert pláss er í hópnum fyrir varnarmennina Vedran Corluka (Lokomotiv Moskva) og Sime Vrsaljko (Atletico Madrid).

Andrej Kramaric, framherji Hoffenheim, er heldur ekki valinn að þessu sinni en hann hefur skorað fimm mörk í 21 landsleik á ferlinum.

Mörg þekkt nöfn eru í hópnum og má þar nefna Luka Modric, Ivan Rakitic, Mario Mandzukic og Mateo Kovacic. Hér að neðan er hópurinn í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner