Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 3. umferðar í Inkasso - Fimm í vörninni
Andri Þór Magnússon varnarmaður Gróttu.
Andri Þór Magnússon varnarmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Árni Arnarson leikmaður HK.
Árni Arnarson leikmaður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðju umferðinni í Inkasso-deildinni lauk í gær en þá fóru þrír leikir fram. Allir enduðu þeir með jafntefli.

Úrvalsliðið að þessu sinni er varnarsinnað en við spilum með fimm manna vörn.

Grótta gerði góða ferð á Selfoss og landaði 1-0 sigri. Andri Þór Magnússon var góður í vörninni og Ásgrímur Gunnarsson skoraði markið sem skildi liðin að.

Víðir Þorvarðarson skoraði og átti mjög góðan dag í 2-1 sigri Þróttar á Þór. Karl Brynjar Björnsson var fastur fyrir í vörninni þar. Viktor Helgi Benediktsson og Árni Arnarson voru bestir hjá HK í útisigri á Leikni F.

Sindri Kristinn Ólafsson hjálpaði Keflavík að landa stigi í Árbænum með góðum vörslum en Daði Ólafsson var bestur hjá Fylkismönnum þar.

Elvar Páll Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni í fyrri hálfleik gegn Fram en Alex Freyr Elísson skoraði og lagði upp mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Fram að jafna. Á Ásvöllum var Jordan Farahani síðan maður leiksins í jafntefli Hauka og ÍR.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner