Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 22. maí 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd spilar gegn Sampdoria í Dyflinni
Rauðu djöflarnir á ferð og flugi.
Rauðu djöflarnir á ferð og flugi.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun spila gegn ítalska liðinu Sampdoria í Dyflinni, höfuðborg Írlands, þann 2. ágúst næstkomandi.

Leikurinn er hluti af undirbúningstímabilinu hjá báðum liðum.

Leikurinn fer fram á Aviva-leikvanginum þann 2. ágúst, en íslenska landsliðið vann Írland á þeim velli í vináttulandsleik í lok mars.

Lærisveinar Jose Mourinho í United enduðu í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en framundan er úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni gegn Ajax. Ef Man Utd vinnur leikinn, sem er á miðvikudag, spilar liðið í Meistaradeildinni á næstu leiktið.

Man Utd fer til Írlands eftir leikja ferð í Bandaríkjunum. Þessi leikur gegn Sampdoria er tíu dögum áður en enska úrvalsdeildin hefst.

Rauðu djöflarnir spiluðu síðast í Dyflinni árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner