Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Ég er ekki djöfullinn
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo nýtti tækifærið til að skjóta á gagnrýnendur sína eftir að Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með 2-0 sigri gegn Malaga í lokaumferðinni í gær.

Ronaldo hefur skorað 14 mörk í síðustu 9 leikjum og skoraði fyrra markið í leiknum í gær.

„Ég er ekki djöfullinn þó margir segi að ég sé hann," segir Ronaldo sem hrósaði þjálfaranum Zinedine Zidane og leikmannahópi Real Madrid.

Umræða hefur verið um að Ronaldo hafi sjálfur átt tímabil sem hafi verið undir pari.

„Fólk tjáir sig um mig og veit ekki skít. Ég horfi ekki á sjónvarp því ef ég myndi gera það ætti ég ekki mikið líf. Það er talað illa um mig í fótboltanum og utan hans eins og ég sé glæpamaður. Ég hef ekki áhyggjur af gagnrýnendum. Ég er ekki dýrlingur en ég er ekki djöfullinn heldur."

„Ég er mjög ánægður eftir magnaðan endi á tímabilinu, þjálfarinn á þátt í honum og einnig þeir leikmenn sem spiluðu minna. Þetta er titill liðsheildarinnar," segir Ronaldo.
Athugasemdir
banner