Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Víkingar funda um þjálfaramálin í dag
Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklija stýrðu Víkingi í gær.
Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklija stýrðu Víkingi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórnarmenn Víkings R. funda síðdegis í dag um næstu skref í þjálfaramálum liðsins.

Milos Milojevic hætti óvænt sem þjálfari Víkings á föstudaginn. Aðstoðarþjálfarinn Dragan Kazic og markmannsþjálfarinn Hajrudin Cardaklija stýrðu Víkingi í 3-2 tapi gegn Breiðabliki í gærkvöldi.

„Við ákváðum að taka þennan leik og gerðum ekkert um helgina. Það er ekkert stress á okkur," sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Dragan sagði í viðtali eftir leikinn í gær að hann væri opinn fyrir því að taka við liðinu út tímabilið.

„Þetta er spurning fyrir stjórnina. Ég hér til að hjálpa og ég er með samning út október. Þeir eru sáttir við okkar starf en ef það verður ekki af þessu þá er það allt í góðu. Það skiptir engu máli hvort einhver kemur eða ekki, sá sem verður í starfinu mun gera það besta til að koma liðinu á réttan stall. Skiptir ekki máli hvaða lið, í hvaða deild eða í hvaða landi það er, maður reynir sitt besta," sagði Kazic eftir leikinn í gær.

Haraldur segir að það komi til greina að Kazic og Cardaklija stýri Víkingum áfram en fleiri kostir séu einnig til skoðunar.

„Þetta er eitt af því málefnum sem verða rædd í dag. Menn eru að skoða nöfn og sjá hvað er vænlegt og hvað er ekki vænlegt. Síðan verður gengið til atkvæða um það hvað verður gert," sagði Haraldur.
Dragan Kazic: Ég er með samning út október
Athugasemdir
banner
banner