mán 22. maí 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane: Besti dagur lífs míns
Zidane var vel fagnað í gær.
Zidane var vel fagnað í gær.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að dagurinn í gær hafi verið sinn besti í lífinu. Hann stýrði Madrídingum til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsti deildartitill liðsins í fimm ár.

Real vann Malaga 2-0 í gær eftir þann leik var það ljóst að liðið yrði meistari. Lærisveinar Zidane enduðu með þremur stigum meira en erkifjendurnir í Barcelona.

„Við erum mjög ánægðir," sagði Zidane eftir leikinn í gær. „Við höfum sigrað eina fallegustu deild heims."

„Sem þjálfari þá er ekkert stærra afrek en þetta. Þetta er besti dagur lífs míns," sagði ánægður Zidane.

Zidane er stýra Real á sínu fyrsta heila tímabili. Hann er búinn að ná frábærum árangri, en liðið er einnig komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Juventus er andstæðingurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner