Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 11:01
Magnús Már Einarsson
Arsenal sektað fyrir mótmæli
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Arsenal um 20 þúsund pund vegna hegðun leikmanna í leik gegn Leicester þann 9. maí síðastliðinn.

Nokkrir leikmenn Arsenal brjáluðust þegar Graham Scott dæmdi vítaspyrnu undir lok leiks.

Jamie Vardy skoraði úr spyrnunni en Leicester vann leikinn 3-1.

Arsenal var ákært fyrir hegðun leikmanna og félagið hefur nú verið sektað.

Félagið ætti þó auðveldlega að höndla sektina en 20 þúsund pund jafngilda 2,8 milljónum króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner