Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 22. maí 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind og Selma Líf til liðs við Hauka (Staðfest)
Selma Líf og Berglind í Haukalitunum.
Selma Líf og Berglind í Haukalitunum.
Mynd: Haukar
Haukar hafa samið við þær Berglindi Baldursdóttur og Selmu Líf Hlífarsdóttur, en þetta kemur fram í tilkynningu Hafnarfjarðafélagsins.

Berglind kemur á lánssamningi frá Breiðabliki en Selma Líf kemur frá Aftureldingu/Fram og gerir tveggja ára samning við félagið.

Berglind er sóknarsinnaður leikmaður sem leikur yfirleitt framarlega á miðsvæðinu eða í fremstu víglínu. Hún á að baki þrjá leiki með U17 ára landsliðinu og lék fjóra leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.

Berglind spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hauka gegn Sindra síðastliðinn laugardag og skoraði hún þar fyrsta mark Hauka í 1-4 sigri.

Selma Líf er markvörður og á að baki fjóra leiki með U17 ára landsliðinu og lék sjö leiki með Aftureldingu/Fram síðastliðið sumar. Selma er uppalin í Breiðabliki og á að baki einn leik með uppeldisfélagi sínu í Pepsi-deildinni.

Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka, segir að með komu þeirra Berglindar og Selmu sé hópurinn endanlega klár og koma þeirra styrki hópinn og auki samkeppnina til muna.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa klárað félagaskipti þeirra Berglindar og Selmu í Hauka og vitum að þær eiga eftir að auka samkeppnina hjá okkur til muna."

Haukar eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Inkasso-deild kvenna. Liðið féll úr Pepsi-deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner