Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. maí 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Cech fær treyju númer 1 hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal hafa tilkynnt nokkrar breytingar á treyjunúmerum leikmanna liðsins fyrir næsta tímabil.

Petr Cech fær opinberlega treyju númer 1 sem var laus á tímabilinu. Þessi 36 ára markmaður hefur spilað í treyju númer 33 síðan hann gekk til liðs við félagið.

Hector Bellerin spilar í treyju númer 2 á næsta tímabili en hann hefur hingað til spilað í treyju númer 24. Þá færir Granit Xhaka sig úr númeri 29 í númer 34.

Mohamed Elneny tekur við treyju númer 4 af Per Mertesacker sem lagði skónna á hilluna í lok tímabilsins.

Þrátt fyrir að hafa spilað í treyju númer 33 hefur Petr Cech verið markmaður númer 1 hjá Arsenal síðan hann gekk til liðs við liðið frá Chelsea fyrir þremur árum.

Hann hélt hreinu 12 sinnum á liðnu tímabili þegar Arsenal endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner