Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Fyrirliðar andstæðinga vilja að Guerrero spili á HM
Paulo Guerrero á æfingu.
Paulo Guerrero á æfingu.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðar Ástralíu, Danmerkur og Frakklands hafa skrifað bréf til FIFA og óskað eftir því að Paulo Guerrero, fyrirliði Perú, fái að spila á HM í næsta mánuði.

Guerrero var dæmdur í leikbann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi í október.

Hinn 34 ára gamli Guerrero segist einungis hafa drukkið te og í kjölfarið hafi hann fallið á lyfjaprófinu.

Guerrero var upphaflega dæmdur í eins árs bann en það var síðan stytt eftir áfrýjun og þá leit út fyrir að hann myndi spila með Perú á HM.

Á dögunum úrskurðaði Íþróttadómstóll hins vegar að Guerrero þurfi að taka út 14 mánaða bann sem þýðir að hann missir af HM.

Mile Jedinak, fyrirliði Ástralíu, Simon Kjær, fyrirliði Danmerkur og Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, hafa allir skrifað bréf til FIFA en þessi lið eru með Peru í riðli á HM í sumar.

Fyrirliðarnir hafa óskað eftir því að leikbanninu verði aflétt tímabundið til að Guerrero geti spilað með Perú á HM en þjóðin hefur ekki verið á HM í 36 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner