Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. maí 2018 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Rowett maðurinn sem á að endurlífga Stoke (Staðfest)
Gary Rowett.
Gary Rowett.
Mynd: Getty Images
Stoke hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra. Gary Rowett er maðurinn, hann er hættur með Derby County og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stoke.

Stoke borgar Derby 1,8 milljónir punda til þess að leysa Rowett undan samningi sínum.

„Þetta átti sér snöggan aðdraganda en ég er skýjunum með að fá tækifæri til að stýra eins metnaðarfullu fótboltafélagi," sagði Rowett eftir að hafa krotað undir samning við Stoke

Rowett er 44 ára gamall. Hann hefur stýrt þremur félögum í ensku neðri deildunum við mjög góðan orðstír. Hann gerði vel hjá Burton, Birmingham og svo hjá Derby, sem rétt missti af sæti í úrvalsdeildinni í ár eftir samanlagt 2-1 tap gegn Fulham í undanúrslitum umspilsins.

Rowett, sem var varnarmaður á sínum leikmannaferli, fær nú það verkefni að endurlífga Stoke, að koma liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Stoke féll úr henni á liðnu tímabili.

Eftir að tímabilinu lauk var það ljóst að Paul Lambert myndi ekki stýra liðinu áfram.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner